Umsókn um reikningsviðskipti

Ískraft býður upp á eftirfarandi reikningsviðskipti:

Staðgreiðslureikningar

Þegar þú hefur sótt um staðgreiðsluviðskipti getur þú stofnað aðgang að þjónustuvef Ískraft. Þar getur þú skoða og prentað út vörukaup og sölunótur. Einnig getur þú skráð verk, haft umsýslu með úttektaraðilum og notendum.

Mánaðarreikningar

Öll vörukaup eru færð í reikning og er hvert úttektartímabil almanaksmánuðurinn. Uppsöfnuð viðskiptaskuld hvers almanaksmánaðar er með gjalddaga 1. dag næsta mánaðar og er eindagi 14. þess sama mánaðar. Ekki er tekið við umsóknum á skrifstofu.

Skilyrði um mánaðarreikning

Skilyrði fyrir því að reikningsumsókn sé samþykkt er að viðkomandi eða ábyrgðarmaður sé fasteignareigandi og ekki á skrá hjá Creditinfo Ísland. Fyrirtæki þurfa að koma með ábyrgðarmann sem er fasteignareigandi og ekki á skrá hjá Creditinfo Ísland. Við hærri fjárhæðir eða fjármögnun fram að láni frá banka förum við fram á annarskonar tryggingar. Viðskiptareikningar veita upplýsingar um það, hafið endilega samband í síma 535 1200 eða sendið póst á iskraft@iskraft.is

Þjónustufulltrúar

Hægt er að hafa samband við þjónustufulltrúa í síma: 535 1200

Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið iskraft@iskraft.is til þess að fá viðskiptayfirlit og/eða afrit af reikningum.