Húsasmiðjan og tengd fyrirtæki bjóða upp á lifandi starfsumhverfi og frábæran starfsanda. Lögð er mikil áhersla á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.

Við erum alltaf að leita að hæfileikaríku fólki með fjölbreytta reynslu, þekkingu og menntun sem vill taka þátt í því að skapa drífandi og metnaðarfullt vinnuumhverfi.

Ef þú hefur áhuga á slást í hópinn, hvetjum við þið til þess að sækja um.

Allar almennar umsóknir eru geymdar í tólf mánuði, en umsóknir um sérstök störf í sex mánuði, eftir það er þeim eytt úr okkar skrám nema óskað sé eftir öðru. Fyllsta trúnaðar er gætt við meðferð umsókna.

Húsasmiðjuskólinn

Þjálfað starfsfólk sem hefur góða þekkingu á þeim vörum sem fyrirtækið er að selja og þeirri þjónustu sem það hefur að bjóða. Með þetta að leiðarljósi rekur Húsasmiðjan öflugan skóla fyrir starfsmenn sína sem nefndur hefur verið Húsasmiðjuskólinn.

Mannauðsstefna

Starfsfólk Húsasmiðjunnar er mikilvægasta auðlind fyrirtækisins og er það stefna fyrirtækisins:

  • Að hafa ætíð á að skipa áhugasömu, traustu og þjónustulunduðu starfsfólki.
  • Að leggja áherslu á markviss vinnubrögð, skýra ákvarðanatöku og frumkvæði í starfi.
  • Að hafa hvetjandi starfsumhverfi í skýru og virku skipulagi.
  • Að hlúa sem best að fræðslu og þjálfun starfsmanna til að þeir skilji og framkvæmi áherslur fyrirtækisins.  
  • Að starfsfólk sé metið að verðleikum.
  • Að öflugt upplýsingastreymi sé á milli stjórnenda fyrirtækisins og starfsmanna.